Vonast til að frammistaðan í nótt hjálpi honum að halda landsliðssætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 11:01 Birkir Már skoraði og nældi sér í gult spjald í leik næturinnar. KSÍ Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í naumu 2-1 tapi gegn Mexíkó í nótt. Hann ræddi við KSÍ eftir leik og sjá má viðtalið neðst í fréttinni. „Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira