Vonast til að frammistaðan í nótt hjálpi honum að halda landsliðssætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 11:01 Birkir Már skoraði og nældi sér í gult spjald í leik næturinnar. KSÍ Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í naumu 2-1 tapi gegn Mexíkó í nótt. Hann ræddi við KSÍ eftir leik og sjá má viðtalið neðst í fréttinni. „Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira