Vonast til að frammistaðan í nótt hjálpi honum að halda landsliðssætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 11:01 Birkir Már skoraði og nældi sér í gult spjald í leik næturinnar. KSÍ Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í naumu 2-1 tapi gegn Mexíkó í nótt. Hann ræddi við KSÍ eftir leik og sjá má viðtalið neðst í fréttinni. „Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira