Krabbameinsfélagið hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 15:10 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Stöð 2 Krabbameinsfélag Íslands hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir króna til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga. Gjöfin er þó háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo að hægt sé að taka nýja deild í notkun árið 2024. Þessi tillaga var samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í dag. Segir í tillögunni að göngudeildin sé staðsett í elsta hluta Landspítalans, í húsnæði sem henti illa fyrir starfsemina og deildin hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Þetta er dagdeild þar sem flestir sjúklingar fá sína lyfjameðferð í dag. Þessi deild er í dag alls ekki nógu góð, hún er allt of lítil og það vantar mikið upp á að hún sé nægilega góð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir markmið félagsins að geta lagt til þessa peninga ef hægt sé að finna ásættanlega lausn fyrir framtíðina og sé það Landspítalans að útfæra slíka lausn. „Landspítalinn á hugmynd að lausn sem er hægt að framkvæma nokkuð hratt og Krabbameinsfélagið er tilbúið til að styðja það verkefni til þess að tryggja almennilega aðstöðu fyrir þá sem þurfa að fá lyfjameðferð, fyrir aðstandendur þeirra líka og starfsfólkið sjálft,“ segir Halla. Kallar eftir svörum frá stjórnvöldum Halla segir að Krabbameinsfélagið hafi lengi haft miklar áhyggjur af aðstöðu göngudeildarinnar. Hún sé löngu orðin of lítil og rúmi ekki þá starfsemi lengur sem þar fer fram. „Það er alveg ljóst að ef að við ætlum að halda þeim góða árangri sem við höfum varðandi meðferð krabbameina og ná enn betri árangri, sem hlýtur að vera markmiðið, þá verður aðstaðan að vera fyrsta flokks. Hún verður að vera það gagnvart sjúklingunum og gagnvart starfsfólkinu,“ segir Halla. „Félagið hefur haft mjög miklar áhyggjur af þessari aðstöðu í mjög langan tíma. Hún er allt of lítil, það eru allt of mikil þrengsli, starfsfólkið getur ekki sinnt nægilega vel sinni teymisvinnu og svo framvegis. Til þess að það verði hámarksárangur af öllu sem er verið að gera verður þessi þáttur að vera í lagi.“ Hún segir Krabbameinsfélagið, sem hagsmunasamtök fólks með krabbamein, í góðri aðstöðu til að styrkja Landspítalans í þessu verkefni og nú sé ekki eftir neinu að bíða. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ segir Halla. „Þannig að það er mjög brýnt að bregðast við, leysa málið sem allra fyrst. Okkur skilst að það sé hægt með þessari hugmynd Landspítala og félagið er tilbúið til að leggja sitt af mörkum svo að svo megi verða. En það er háð þessum skilyrðum að stjórnvöld verða að sýna að þeim er full alvara með málið. Við vonum að þau leggist á árar með okkur og Landspítalanum um það.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00 Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Þessi tillaga var samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í dag. Segir í tillögunni að göngudeildin sé staðsett í elsta hluta Landspítalans, í húsnæði sem henti illa fyrir starfsemina og deildin hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Þetta er dagdeild þar sem flestir sjúklingar fá sína lyfjameðferð í dag. Þessi deild er í dag alls ekki nógu góð, hún er allt of lítil og það vantar mikið upp á að hún sé nægilega góð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir markmið félagsins að geta lagt til þessa peninga ef hægt sé að finna ásættanlega lausn fyrir framtíðina og sé það Landspítalans að útfæra slíka lausn. „Landspítalinn á hugmynd að lausn sem er hægt að framkvæma nokkuð hratt og Krabbameinsfélagið er tilbúið til að styðja það verkefni til þess að tryggja almennilega aðstöðu fyrir þá sem þurfa að fá lyfjameðferð, fyrir aðstandendur þeirra líka og starfsfólkið sjálft,“ segir Halla. Kallar eftir svörum frá stjórnvöldum Halla segir að Krabbameinsfélagið hafi lengi haft miklar áhyggjur af aðstöðu göngudeildarinnar. Hún sé löngu orðin of lítil og rúmi ekki þá starfsemi lengur sem þar fer fram. „Það er alveg ljóst að ef að við ætlum að halda þeim góða árangri sem við höfum varðandi meðferð krabbameina og ná enn betri árangri, sem hlýtur að vera markmiðið, þá verður aðstaðan að vera fyrsta flokks. Hún verður að vera það gagnvart sjúklingunum og gagnvart starfsfólkinu,“ segir Halla. „Félagið hefur haft mjög miklar áhyggjur af þessari aðstöðu í mjög langan tíma. Hún er allt of lítil, það eru allt of mikil þrengsli, starfsfólkið getur ekki sinnt nægilega vel sinni teymisvinnu og svo framvegis. Til þess að það verði hámarksárangur af öllu sem er verið að gera verður þessi þáttur að vera í lagi.“ Hún segir Krabbameinsfélagið, sem hagsmunasamtök fólks með krabbamein, í góðri aðstöðu til að styrkja Landspítalans í þessu verkefni og nú sé ekki eftir neinu að bíða. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ segir Halla. „Þannig að það er mjög brýnt að bregðast við, leysa málið sem allra fyrst. Okkur skilst að það sé hægt með þessari hugmynd Landspítala og félagið er tilbúið til að leggja sitt af mörkum svo að svo megi verða. En það er háð þessum skilyrðum að stjórnvöld verða að sýna að þeim er full alvara með málið. Við vonum að þau leggist á árar með okkur og Landspítalanum um það.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00 Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00
Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33