Fótbolti

Aron verður áfram í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í úrslitaleik bikarsins gegn Al Sadd.
Aron Einar í úrslitaleik bikarsins gegn Al Sadd. Simon Holmes/Getty Images

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun vera áfram hjá Al Arabi í Katar en þetta staðfesti hann á blaðamannafundi landsliðsins í gærkvöldi.

Fótbolti.net greinir frá þessu en samningur Arons við Al Arabi átti að renna út í sumar.

„Ég vann mér inn auka ár. Það var möguleiki að ég framlengdi um eitt ár ef ég myndi spila 60 prósent af leikjunum sem ég gerði,“ sagði Aron.

Heimir Hallgrímsson og hans starfslið er horfið á brott en Heimir og Al Arabi ákváðu ekki að semja á nýjan leik.

„Það er skrítið að Heimir og Bjarki séu farnir en ég er vissulega vanur því að breyta um þjálfara. Það verður að koma í ljós hvaða þjálfari kemur og annað.“

„Okkur líður vel þarna og fjölskyldan er himinlifandi með Katar og það er það sem skiptir máli eins og er.“

Aron Einar er 32 ára en hann er nú staddur með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þar sem þeir mæta Mexíkó í vináttulandsleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.