Innlent

Matar­í­lát fyrir börn inn­kölluð vegna slysa­hættu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um er að ræða matarílát úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA.
Um er að ræða matarílát úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA. IKEA

Matvælastofnun varar við matarílátum úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. IKEA hefur innkallað vöruna og gert Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs viðvart.

Matarílátin eru hönnuð fyrir börn og er um diska, skálar og bolla úr línunum að ræða.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um galla varanna í gegn um RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli, fóður og matvælasnertiefni.

Hægt er að skila vörunum til IKEA gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar er hægt að finna á IKEA.is eða í þjónustuveri IKEA í síma 5202500.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×