Lífið

Fimmtán fermetra hús Pascale Elísabetar tilbúið og hún bætti við svefnvagni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pascale Elisabet gerði nánast allt sjálf.
Pascale Elisabet gerði nánast allt sjálf.

Í vetur fór Vala Matt í heimsókn til Pascale Elísabetar Skúladóttur og fékk að sjá fimmtán ferbetra færanlegt hús sem hún smíðaði sjálf þegar hún missti vinnuna í Covid.

Húsið er 6,2 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Þar má einnig finna fallegt svefnloft.

Þegar Vala hitti Pascale síðast var húsið ekki alveg tilbúið en núna er það klárt. Pascale fékk stílistann Þórunni Högnadóttur til að hjálpa sér með útfærslur og litaval.

Vala Matt fór í innlit til Pascale fyrir Ísland í dag í gærkvöldi og fengu áhorfendur að sjá hvernig hægt er að smíða mega nett svefnhús til að tengja við bílinn og ferðast með um allt land og einnig hvernig auðvelt er að búa bara í 15 fermetrum. Pascale smíðaði einnig svefnvagn sem hún getur hengt aftan á bifreið og keyrt hvert sem er með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×