Pascale Elísabet smíðaði sjálf fimmtán fermetra færanlegt hús Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 10:31 Leiðsögumaðurinn Pascale Elísabet Skúladóttir ákvað að byggja sjálf íbúðarhús fyrir sig og eiginkonu sína Heru og án aðstoðar, hús sem er bara 15 fermetrar að stærð. En Pascale lenti illa í hruninu 2008. Og ekki bætti svo úr skák þegar hún missti vinnuna núna við Covid faraldurinn. Hún ákvað því að nýta tímann vel og smíðaði sjálf hús og innréttaði. Og þar hefur hún allt sem hún þarf. Vala Matt fór og skoðaði hvernig hægt er að skreyta þetta pínulitla íbúðarhús fyrir jólin. Húsið er 6,2 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Þar má einnig finna fallegt svefnloft. „Svo er aðeins spaugað með hjólhýsið sem er í raun gestaherbergið ef það kemur einhver og gistir,“ segir Pascale sem hefur heldur betur haft nóg að gera í atvinnuleysinu. „Ég hrinti bara öllum hugmyndunum mínum af stað og er búin að vera smíða stanslaust. Vinir mínir geta vitnað um það, þeir hitta mig aldrei nema hér,“ segir Pascale sem mun á næstu dögum parketleggja í húsinu. Þær hafa búið í húsinu síðan í lok ágúst. „Þessi lífsstíll kemur út frá því að ég er búin að prófa að taka lán hjá bankanum og gerði það á sínum tíma með minni fyrrverandi. Við keyptum okkur lítið land og misstum það í hruninu og maður er enn þá að súpa seyðið af því. Þannig að ég vildi bara ekki gera það aftur og sá fyrir mér að losna út úr þessum skuldapakka.“ Einnig skoðaði Vala framkvæmdir við lagfæringar og innréttingar fyrir breytingar og Vala mun síðan fara aftur til hennar og sjá hvernig til tókst eftir áramót. Vala fór einnig í heimsókn til fasteignasalans og hönnuðarins Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur sem sýndi henni skrýtnar leiðir til að pakka inn jólagjöfum og fleira skemmtilegt eins og sjá má hér að neðan. Hús og heimili Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Hún ákvað því að nýta tímann vel og smíðaði sjálf hús og innréttaði. Og þar hefur hún allt sem hún þarf. Vala Matt fór og skoðaði hvernig hægt er að skreyta þetta pínulitla íbúðarhús fyrir jólin. Húsið er 6,2 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Þar má einnig finna fallegt svefnloft. „Svo er aðeins spaugað með hjólhýsið sem er í raun gestaherbergið ef það kemur einhver og gistir,“ segir Pascale sem hefur heldur betur haft nóg að gera í atvinnuleysinu. „Ég hrinti bara öllum hugmyndunum mínum af stað og er búin að vera smíða stanslaust. Vinir mínir geta vitnað um það, þeir hitta mig aldrei nema hér,“ segir Pascale sem mun á næstu dögum parketleggja í húsinu. Þær hafa búið í húsinu síðan í lok ágúst. „Þessi lífsstíll kemur út frá því að ég er búin að prófa að taka lán hjá bankanum og gerði það á sínum tíma með minni fyrrverandi. Við keyptum okkur lítið land og misstum það í hruninu og maður er enn þá að súpa seyðið af því. Þannig að ég vildi bara ekki gera það aftur og sá fyrir mér að losna út úr þessum skuldapakka.“ Einnig skoðaði Vala framkvæmdir við lagfæringar og innréttingar fyrir breytingar og Vala mun síðan fara aftur til hennar og sjá hvernig til tókst eftir áramót. Vala fór einnig í heimsókn til fasteignasalans og hönnuðarins Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur sem sýndi henni skrýtnar leiðir til að pakka inn jólagjöfum og fleira skemmtilegt eins og sjá má hér að neðan.
Hús og heimili Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira