Gera dauðaleit að samlokum sem sigla undir fölsku flaggi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. maí 2021 17:14 Mynd af vefjunum sem grænkerinn deildi á Vegan Íslandi í dag. facebook/vegan ísland Grænkera nokkrum brá heldur betur í brún þegar hann tók eftir því að Júmbó-samlokur, sem hann hafði keypt, reyndust vera fullar af kjúklingi. Þær voru nefnilega merktar með vegan-límmiða í versluninni. Framkvæmdastjóri Júmbó segir við Vísi að mannleg mistök í verksmiðju fyrirtækisins hafi valdið því að örfá kjúklingakebab hafi verið merkt með vegan-límmiða og send í búðir. „Þetta voru bara nokkur eintök sem sluppu út frá okkur, við vitum ekki hvort þetta eru fimm stykki eða tíu en erum að reyna að hafa upp á þeim öllum,“ segir Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Júmbó. Umræddur grænkeri hafði samband við fyrirtækið í dag og lét vita af mistökunum. Hann varaði aðra grænkera svo við vörunni á Facebook-hópnum vinsæla, Vegan Ísland. „Það er eina kvörtunin sem við höfum fengið,“ segir Sigurður. „Hann hafði fundið þarna tvö eintök frá okkur en við erum að hafa upp á hinum.“ Hann segir að mistökin séu leiðinleg en ósköp mannleg og skiljanleg. Þannig er nefnilega mál með vexti að falafel-vefjur fyrirtækisins, sem eru vissulega vegan, eru í umbúðum keimlíkum þeim sem kjúklingakebabið er í. Starfsmaður nokkur hafi einfaldlega ruglast og skellt vegan-límmiða á nokkur kjúklingakebab. Vegan Matvælaframleiðsla Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Júmbó segir við Vísi að mannleg mistök í verksmiðju fyrirtækisins hafi valdið því að örfá kjúklingakebab hafi verið merkt með vegan-límmiða og send í búðir. „Þetta voru bara nokkur eintök sem sluppu út frá okkur, við vitum ekki hvort þetta eru fimm stykki eða tíu en erum að reyna að hafa upp á þeim öllum,“ segir Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Júmbó. Umræddur grænkeri hafði samband við fyrirtækið í dag og lét vita af mistökunum. Hann varaði aðra grænkera svo við vörunni á Facebook-hópnum vinsæla, Vegan Ísland. „Það er eina kvörtunin sem við höfum fengið,“ segir Sigurður. „Hann hafði fundið þarna tvö eintök frá okkur en við erum að hafa upp á hinum.“ Hann segir að mistökin séu leiðinleg en ósköp mannleg og skiljanleg. Þannig er nefnilega mál með vexti að falafel-vefjur fyrirtækisins, sem eru vissulega vegan, eru í umbúðum keimlíkum þeim sem kjúklingakebabið er í. Starfsmaður nokkur hafi einfaldlega ruglast og skellt vegan-límmiða á nokkur kjúklingakebab.
Vegan Matvælaframleiðsla Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent