Innlent

Gera dauða­leit að sam­lokum sem sigla undir fölsku flaggi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Mynd af vefjunum sem grænkerinn deildi á Vegan Íslandi í dag.
Mynd af vefjunum sem grænkerinn deildi á Vegan Íslandi í dag. facebook/vegan ísland

Grænkera nokkrum brá heldur betur í brún þegar hann tók eftir því að Júmbó-sam­lokur, sem hann hafði keypt, reyndust vera fullar af kjúk­lingi. Þær voru nefnilega merktar með vegan-límmiða í versluninni.

Fram­kvæmda­stjóri Júmbó segir við Vísi að mann­leg mis­tök í verk­smiðju fyrir­tækisins hafi valdið því að örfá kjúk­linga­kebab hafi verið merkt með vegan-lím­miða og send í búðir.

„Þetta voru bara nokkur ein­tök sem sluppu út frá okkur, við vitum ekki hvort þetta eru fimm stykki eða tíu en erum að reyna að hafa upp á þeim öllum,“ segir Sigurður Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Júmbó.

Um­ræddur grænkeri hafði sam­band við fyrir­tækið í dag og lét vita af mis­tökunum. Hann varaði aðra grænkera svo við vörunni á Face­book-hópnum vin­sæla, Vegan Ís­land.

„Það er eina kvörtunin sem við höfum fengið,“ segir Sigurður. „Hann hafði fundið þarna tvö ein­tök frá okkur en við erum að hafa upp á hinum.“

Hann segir að mis­tökin séu leiðin­leg en ó­sköp mann­leg og skiljan­leg. Þannig er nefni­lega mál með vexti að fala­fel-vefjur fyrir­tækisins, sem eru vissu­lega vegan, eru í um­búðum keim­líkum þeim sem kjúk­linga­kebabið er í. Starfs­maður nokkur hafi ein­fald­lega ruglast og skellt vegan-lím­miða á nokkur kjúk­linga­kebab.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.