Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 20:10 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18