Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 20:10 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18