Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2021 16:01 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni. Vísir/Baldur Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31