Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:31 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann. Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann.
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01
Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45
Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15
Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda