Innlent

Rannsókn á kæru starfsmanns Samherja á frumstigi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Hún var áður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Hún var áður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að kæra starfsmanns Samherja vegna þjófnaðar sé til skoðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar.

Lögmaður Samherja fullyrti á Vísi í gær að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá væru skyndileg veikindi Páls til skoðunar.

Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga.

Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja.

Beiðni fréttastofu um viðtal við Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra í morgun vegna hins meinta þjófnaðar var hafnað á þeirri forsendu að engar upplýsingar væri hægt að veita að svo stöddu. Von væri á tilkynningu lögreglu á Facebook sem var birt upp úr hádegi.


Tengdar fréttir

„Skæru­liða­deild“ Sam­herja reyndi að hafa á­hrif á for­manns­kjör BÍ

Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.