Fótbolti

Hlé hafið hjá helmingi liðanna í Pepsi Max-deild karla

Sindri Sverrisson skrifar
KA-menn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar en eru komnir í stutt frí eins og fimm önnur lið.
KA-menn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar en eru komnir í stutt frí eins og fimm önnur lið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Þremur leikjum í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, sem fara áttu fram um helgina, hefur verið frestað.

Um er að ræða leiki liða sem eiga fulltrúa í íslenska landsliðshópnum sem ferðast í dag til Bandaríkjanna og á fyrir höndum vináttulandsleiki við Mexíkó á sunnudagskvöld, Færeyjar 4. júní og Pólland 8. júní.

Leik KA og Breiðabliks, Vals og Víkings R., og FH og Keflavíkur, var frestað. Þeir munu fara fram 7. júní, áður en landsleikjatörninni lýkur. Næsta umferð í deildinni hefst svo laugardaginn 12. júní.

Þrír leikir eru enn á dagskrá á sunnudagskvöld, í 7. umferðinni. Þá mætast KR og ÍA, Fylkir og Stjarnan, og HK og Leiknir.

Leikirnir sem frestað var

  • KA – Breiðablik
  • Var: Laugardaginn 29. maí kl. 15.00 á Greifavellinum
  • Verður: Mánudaginn 7. júní kl. 18.00 á Greifavellinum
  • Valur – Víkingur R
  • Var: Laugardaginn 29. maí kl. 15.00 á Origo vellinum
  • Verður: Mánudaginn 7. júní kl. 20.00 á Origo vellinum
  • FH - Keflavík
  • Var: Sunnudaginn 30. maí kl. 19.15 á Kaplakrikvelli
  • Verður: Mánudaginn 7. júní kl. 19.15 á Kaplakrikvelli

Sjö leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í íslenska hópnum þrátt fyrir að Kári Árnason hafi dregið sig úr hópnum.

Þetta eru þeir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson úr Keflavík, Þórir Jóhann Helgason og Hörður Ingi Gunnarsson úr FH, Brynjar Ingi Bjarnason úr KA, Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki og Birkir Már Sævarsson úr Val.

Uppfært kl. 12.25: Leikirnir þrír hafa verið settir á mánudaginn 7. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×