Angjelin játar en segist hafa verið einn að verki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 08:40 Murat Selivrada er sá eini af fjórum ákærðu sem mættur er í dómssal. Hann er ekki í gæsluvarðhaldi ólíkt hinum karlmönnunum, Angjelin Serkaj og Shpetim Qerimi. Murat neitaði sök og Angjelin segist hafa verið einn að verki. Vísir/Vilhelm Angjelin Serkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann réð Armando Beqirai bana í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira