Fótbolti

Gaf dómaranum búninginn sinn eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland með Manuel Grafe dómara og hinum í dómaraliðinu hans eftir leik Dortmund um helgina.
Erling Haaland með Manuel Grafe dómara og hinum í dómaraliðinu hans eftir leik Dortmund um helgina. AP/Friedemann Vogel

Norska knattspyrnustjarnan Erling Haaland endaði síðasta leikinn á tímabilinu má mjög sérstakan hátt.

Haaland skipti á treyju við dómara leiksins, Manuel Gräfe, eftir leik Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Haaland skoraði tvívegis í 3-1 sigri Dortmund og náði því að skora fjörutíu mörk á leiktíðinni.

Manuel Gräfe var þarna að dæma sinn síðasta leik á ferlinum. Haaland fór til hans eftir leik og afhenti honum búninginn sinn.

Gräfe vildi ekki vera minni maður og fór líka úr sínum dómarabúning og lét Haaland fá hann. Úr varða svolítið skrítin en um leið skemmtileg stund.

Leikmenn fara oft úr búningum sínum eftir leik en það er nánast einsdæmi að dómari leiksins geri það líka.

Hinn tvítugi Haaland og Grafe dómari voru síðan saman í myndatöku á eftir.

Manuel Gräfe er 47 ára gamall og hefur dæmt í þýsku deildinni frá 2004. Hann var FIFA dómari frá 2007 til 2018.

Þetta er síðasta leikur Gräfe í þýsku deildinni og gæti einnig verið sá síðasti hjá norska framherjanum. Erling Haaland hefur verið orðaður við mörg stórlið og gæti vel verið seldur fyrir metupphæð í sumar.

Chelsea, Manchester United, Liverpool, Manchester City og Real Madrid eru öll spennt fyrir strák en hafa kannski ekki öll efni á að borga svona mikið fyrir hann.

Haaland er magnaður markaskorari sem gæti átt tólf til þrettán ár eftir í sínu besta formi. Það lið sem kaupir hann þarf ekki að gafa miklar áhyggjur af framherjastöðu sinni næsta áratuginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×