Allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2021 22:00 Brynjar Gauti í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er eiginlega bara djöfulleg,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 tap liðsins fyrir KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Stjarnan leitar enn síns fyrsta sigurs í deildinni. „Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira
„Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45