Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 23:23 Heimir og Sigurður hafa náð toppi Everest með fána umhyggju með í för. Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. „Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021 Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“