Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 12:26 Frá mótmælum fangavarða í Kaliforníu í vikunni. AP/Gary Kazanjian Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað. Bandaríkin Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað.
Bandaríkin Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira