Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:33 Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Vísir/Vilhelm Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira