Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2021 11:09 Boeing 737-Max þota lenti fyrst á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018 í sýningarflugi þegar Icelandair tók fyrstu vél þessarar tegundar í notkun. Vísir/Jóhann K. Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar: Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar:
Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15