Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Fyrsta áætlunarflug Max vélanna var flogið til Kaupmannahafnar í gær. Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36