Mannleg mistök ástæða þess að ísbjörn í Berlín reyndist afkvæmi systkina Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 10:19 Mæðginin Tonya og Hertha í dýragarðinum í Berlín. Getty/Kira Hofmann Forsvarsmenn dýragarðsins í Berlín í Þýskalandi hafa greint frá því að ísbjarnarhúnninn Hertha sé í raun afkvæmi systkina. Segja þeir að ónákvæmni í skjölum sem fylgdu innfluttum ísbjörnum frá Rússlandi til garðsins skýri mistökin. DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna. Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna.
Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira