Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2021 16:17 Adolf Ingi er kominn á stjá með hóp erlendra ferðamanna, átta Bandaríkjamenn fara nú kátir hringinn. Til stendur að ljúka leiðangrinum við gosið. aðsend Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku? Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku?
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00