Lífið

Innlit í hús Big Sean sem var í eigu Slash

Stefán Árni Pálsson skrifar
Big Sean er sáttur með lífið.
Big Sean er sáttur með lífið.

Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.

Á dögunum fékk útsendari AD að kíkja við á heimili Sean Michael-Leonard Anderson sem er betur þekktur sem rapparinn Big Sean.

Big Sean býr í fallegu húsi í Beverly Hills en þar má meðal annars finna fullbúið hljóðver, sundlaug, spa og margt fleira. Gítarleikarinn Slash átti húsið áður en Big Sean fjárfesti í eigninni fyrir fjórum árum.

Í húsinu er einnig næturklúbbur þar sem hægt er að skemmta sér.

Hér að neðan má sjá innslagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.