Innlent

Stytta bið­tíma barna í kerfinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ásmundur Einar segir gagnagrunninn eiga að stytta biðtíma ungra barna eftir þjónustu.
Ásmundur Einar segir gagnagrunninn eiga að stytta biðtíma ungra barna eftir þjónustu. vísir/Vilhelm

Ríkið hefur nú óskað eftir til­boðum í vinnu við þróun á nýjum mið­lægum gagna­grunni fyrir upp­lýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitar­fé­lög geta haft yfir­sýn og rekið barna­verndar­mál.

Fyrir­komu­lagið í dag er hálf­gallað; margir mis­jafnir aðilar hýsa mis­munandi kerfi sem varða mál­efni barna á öllum stigum barna­verndar­mála. Það er tíma­frekt ferli að afla upp­lýsinga milli þeirra og sam­ráð sveitar­fé­laga er tak­markað þegar börn sem hafa barna­verndar­sögu flytja milli lands­hluta.

Gagna­grunnurinn sem á að þróa á að ein­falda þetta ferli og tryggja að upp­lýsingar og skráningar hjá barna­verndar­nefndum landsins verði sam­ræmdar, gagna­öflun verði sjálf­virk og að auð­velt verði að flytja mál á milli sveitar­fé­laga með ein­földum hætti án þess að þjónusta við börn skerðist.

Verk­efnið á því að stytta bið­tíma barna á aldrinum tveggja til sex ára eftir þjónustu.

Ríkis­kaup sjá um að óska eftir og meta til­boð í verk­efnið en leitað er að tveimur tveggja til fjögurra manna teymum til að hanna og for­rita gagna­grunninn.

Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, segir í til­kynningu að verk­efnið sé hluti af kerfis­breytingu sem verið sé að vinna í mál­efnum barna. Með verk­efninu verði verk­lag barna­verndar­nefnda bætt og starf þeirra styrkt svo hægt verði að koma auga á vanda­mál eins fljótt og hægt er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.