Fótbolti

Arnór kom inn á í tapi gegn nágrönnunum í lokaumferð rússnesku deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu. Hér er hann í leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.
Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu. Hér er hann í leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. TF-Images/TF-Images via Getty Images

Arnór Sigurðsson og félagar hans í CSKA Moskvu heimsóttu nágranna sína í Dynamo Moskvu í rússneska fótboltanum í dag. Mark Arsen Zakharian á 89. mínútu tryggði heimamönnum í Dynamo 3-2 sigur.

Nayair Tiknizyan kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu leiksins, og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks.

Arnór kom inn á sem varamaður á 61. mínútu, en aðeins fjórum mínútum síðar jöfnuðu heimamenn metin með marki frá Viacheslav Grulev.

Grulev var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu þegar hann kom heimamönnum í 2-1 eftir stoðsendingu frá Sebastian Szymanski.

Chidera Ejuke jafnaði metin fyrir gestina á 79. mínútu og virtist vera búinn að tryggja stigið fyrir CSKA Moskvu.

Arsen Zakharian sá til þess að stigin þrjú fóru til heimamanna með marki þegar aðein ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Dynamo Moskva jafnar því nágranna sína að stigum í sjötta sæti rússnesku deildarinnar, en bæði lið hafa 50 stig. Með sigri hefði CSKA lyft sér upp að hlið Sochi í fjórða sætinu sem gefur sæti í nýrri sambandsdeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×