Innlent

Ekki þörf á að fram­lengja stað­bundnar að­gerðir

Sylvía Hall skrifar
Frá Sauðárkróki. Gripið var til hertra aðgerða í Skagafirði og Akrahreppi eftir að hópsmit kom upp. 
Frá Sauðárkróki. Gripið var til hertra aðgerða í Skagafirði og Akrahreppi eftir að hópsmit kom upp.  Vísir/egill

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það.

Skólahaldi var aflýst í viku og leikskólanum lokað með undantekningu fyrir börn þeirra sem eru í forgangshópi. Þá var lokaprófum fjölbrautaskóla Norðurlands vestra breytt í fjarpróf, auk þess sem heimavist skólans var rýmd. Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum var lokað og íþróttaæfingar barna og íþróttaleikir voru óheimilir.

„Aðgerðastjórnin telur að með þeim aðgerðum sem að gripið var til, hafi tekist að ná tökum á hópsmitinu. Engin smit hafa greinst utan sóttkvíar í síðastliðinni viku,“ segir í tilkynningu þar sem Íbúum, fyrirtækjum og stofnunum er þakkað fyrir samstöðu og samheldni í verkefninu.

„Aðgerðastjórnin vill ítreka að íbúar gæti að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og mæti alls ekki til vinnu eða á aðra þá staði hvar fólk kemur saman sé það með einhver einkenni, heldur panti tíma í skimun á heilsuvera.is eða hafi samband við Heilbrigðisstofnun Norðurlands.“


Tengdar fréttir

Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði

Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag.

Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki

Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.