Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2021 11:51 Þrátt fyrir talsverðar tilslakanir er fólk beðið um að gæta fyllstu varúðar. Áfram eigi eftir að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira