Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 20:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“ Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“
Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira