Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 20:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“ Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“
Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira