Lífið

Öll ofnamistök keppendanna í Blindum bakstri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Laufey Kjaran gat stundum lítið annað gert en að hlæja að hrakföllum keppenda.
Eva Laufey Kjaran gat stundum lítið annað gert en að hlæja að hrakföllum keppenda. Blindur bakstur

Það gekk á ýmsu í baksturskeppninni Blindur bakstur síðustu vikur, þar sem tveir keppendur fylgdu Evu Laufey Kjaran í blindni í hverjum þætti.

Keppendur blönduðu saman hráefnum án þess að vita nákvæmlega í byrjun hvað þeir væru að baka. Það verkefni að setja kökuforminn í bakaraofninn reyndist mörgum samt flókin áskorun. 

Í þáttunum bökuðu keppendur bollakökur, rósakökur, afmæliskökur, gulrótakökur og fleira. Flestir stóðu sig glimmrandi vel, en það gekk misvel hjá keppendum að koma kökunum sínum inn í ofn svo hægt væri að baka þær. Blótsyrði, bruni og ringulreið virtist einkenna þennan lið þáttarins.

Við ákváðum að klippa saman smá brot af keppendum og eins og sjá má var oft erfitt fyrir Evu Laufey að fylgjast með þessum vandræðum þeirra úr fjarlægð. Vandræðagang keppenda má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blindur bakstur - Verður þetta ekki örugglega klippt?

Tengdar fréttir

Óborganleg rappsena Evu og Evu Ruzu

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, og skemmtikrafturinn Eva Ruza voru gestir í síðasta þætti af Blindur bakstur með Evu Laufey Kjaran.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.