Innlent

Bætt aðgengi kom sér vel við björgun slasaðrar konu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningafólk komu konunni til aðstoðar.
Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningafólk komu konunni til aðstoðar. Vísir/TelmaT

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk komu konu til aðstoðar sem slasaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á tíunda tímanum í kvöld. Bætt aðgengi varð til þess að hægt var að koma konunni til aðstoðar á skömmum tíma.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að konan hafi hrasað ofarlega í nafnlausa hryggnum svokallaða, rétt sunnan við virkasta gíginn í augnablikinu.

Frá vettvangi á nafnlausa hryggnum svokallaða í kvöld.Vísir/TelmaT

Sjúkraflutningafólk hafi komið að upphafi gönguleiðarinnar við Suðurstrandarveg og fengið far með björgunarsveitarfólki. Þeir voru á leiðinni niður aftur með konuna í bílnum nú stundarfjórðung í tíu.

Davíð Már segir að konan hafi verið frekar kvalin og því ákveðið að hika hvergi heldur sækja hana strax.

Gossvæðinu var lokað í vikunni til að bæta gönguleiðina á svæðið. Davíð segir breytinguna gera það að verkum að nú er mun fljótlegra fyrir viðbragðsaðila að komast að gossvæðinu.

Að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.