Fótbolti

Atletico Madrid í kjörstöðu og PSG í bikarúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gífurleg fagnaðarlæti í Madríd enda heimamenn með pálmann í höndunum.
Gífurleg fagnaðarlæti í Madríd enda heimamenn með pálmann í höndunum. Burak Akbulut/Getty

Atletico Madrid er áfram með pálmann í höndunum á Spáni eftir 2-1 sigur á Real Sociedad. Í Frakklandi er PSG komið í bikarúrslit eftir vítaspyrnukeppni.

Atletico afgreiddi Sociedad í fyrri hálfleik. Yannick Carrasco skoraði á sextándu mínútu og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Angel Correa forystuna.

Gestirnir minnkuðu muninn sjö mínútum fyrir leikslok með marki Igor Zubeldia en nær komust þeir ekki.

Atletico er með 80 stig, Barcelona er með 76 stig, Real Madrid 75 og Sevilla 74. Real Madrid á þó leik til góða annað kvöld en eftir þann leik eru tvær umferðir eftir.

PSG er komið í úrslitaleik bikarsins eftir sigur á Montpellier eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en Kylian Mbappe skoraði bæði mörk PSG í leiknum.

Montpellier jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikslok og í vítaspyrnukeppninni höfðu PSG betur, 6-5, eftir að Junior Sambia klúðraði sjöttu vítaspyrnu Montpellier.

PSG er í harðri toppbaráttu í deildinni en í bikarúrslitunum mæta þeir annað hvort Rumilly Albanai eða Mónakó. Liðin eigast við annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.