Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í dag var lokað á gosstöðvunum til að hægt væri að laga göngustíga og koma þannig í veg fyrir hættu sem hefur skapast á svæðinu síðustu vikur. Fréttamaður okkar, Kristján Már Unnarsson, hefur þó verið á svæðinu í dag og fylgst með framkvæmdunum.

Í fréttatímanum ræðir hann við bæjarstjóra Grindavíkur sem segir mikilvægt að varnarvirki verði gert sem fyrst til að koma í veg fyrir að hraunflæðið skemmi mannvirki í kring.

Í fréttatímanum verður fjallað um tilslakanir sem eru í kortunum, bæði á landamærum og innanlands. Fjallað verður ítarlega um aðra bylgju #Metoo, rætt við ungmenni sem kalla eftir aukinni fræðslu og rætt við Katrínu Jakobsdóttur um mál Kolbeins Óttarssonar Proppé sem ákvað að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins.

Í fréttatímanum komum við víða við, fjöllum m.a. um kvótakerfið, stöðuna á Indlandi og hækkun á áli. Þetta allt og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×