Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2021 14:54 Kristján Þór Júlíusson baðst afsökunar á því, í upphafi fundar um skýrslu sem fjallar um ástand og horfur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, með því að biðjast afsökunar á því hvernig upplýsingagjöf ráðuneytisins var háttað. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei. Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei.
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira