Innlent

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks fer úr 28,7 prósentum í 25,6 milli kannanna hjá MMR

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 25,6 prósent í nýrri könnun MMR, en var 28,7 prósent í þeirri síðustu.

Í tilkynningu á vef MMR segir að fylgið nú láti nærri meðalfylgi flokksins samkvæmt könnunum MMR í apríl síðastliðnum þegar fylgið mældist að jafnaði 25,9 prósent – sveiflaðist frá 23,1 prósentum og í 28,7 prósent.

„Sveiflur á fylgi flokksins gefa til kynna að nokkur gerjun eigi sér stað meðal kjósenda nú þegar hyllir undir að faraldrinum taki að ljúka.

Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 13,1%, nær óbreytt frá síðustu könnun en fylgi Framsóknarflokksins jókst um tvö prósentustig og mældist nú 12,6%. Fylgi Pírata jókst um tæp tvö prósentustig á milli mælinga og mældist nú 11,3% og fylgi Viðreisnar jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 10,6%. Þá minnkaði fylgi Flokks fólksins um tæp tvö prósentustig og mældist nú 3,3%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 55,1% og minnkaði um rúmt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 56,2%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,6% og mældist 28,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,1% og mældist 12,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,6% og mældist 10,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 9,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,9% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,6% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,7% og mældist 6,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 5,7% og mældist 5,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,3% og mældist 4,8% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,2% samanlagt.“

Könnunin var framkvæmd 7. til 12. maí 2021 og var heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar, 18 ára og eldri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.