Lífið

Ein af stjörnum gull­aldar Hollywood fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Norman Lloyd árið 2019.
Norman Lloyd árið 2019. Getty

Bandaríski leikarinn Norman Lloyd, ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, er látinn, 106 ára að aldri. 

Lloyd starfaði á ferli sínum meðal annars með leikstjórunum Alfred Hitchcock, Orson Welles og Charlie Chaplin og lék einnig lengi í læknaþáttunum St Elsewhere.

Lloyd lék einnig í myndinni Trainwreck frá árinu 2015 sem skartaði Amy Schumer í aðalhlutverki, en þar fór hann með hlutverk önugs eldri borgara á hjúkrunarheimili.

Á ferlinum lék Lloyd meðal annars í mynd Chaplins, Limelight, og mynd Hitchcocks, Saboteur, frá árinu 1942.

Í seinni tíð birtist hann svo meðal annars í myndunum Dead Poets Society og The Age of Innocence. Þá fór hann með hlutverk Dr Daniel Auschlander í sex þáttaröðum af læknaþáttunum St Elsewhere.

Margir hafa minnst Lloyd, meðal annars Judd Apatow sem leikstýrði myndinni Trainwreck, leikkonan Rosanna Arquette og leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.