Fótbolti

Fögnuðu marki með treyju Olivers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann er einnig af Akranesi en hann sendi Oliver góðar kveðjur í dag.
Ísak Bergmann er einnig af Akranesi en hann sendi Oliver góðar kveðjur í dag. SVT

Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, hefur greinst með blóðtappa í öxl en hann fékk góðar kveðjur frá liðsfélögum sínum í kvöld.

Norrköping vann 2-0 sigur á AIK á heimavelli en Ari Freyr Skúlason lagði upp fyrra mark heimaliðsins fyrir Samuel Adegbenro. Hann gerði bæði mörk Norrköping.

Eftir fyrra markið fögnuðu liðsfélagarnir með treyju númer 28, með nafni Olivers, en eins og fyrr segir þá greindist Oliver nýlega með blóðtappa í öxl og verður frá keppni í einhvern tíma.

Oliver er átján ára gamall miðvörður sem kemur frá Akranesi en hann hefur verið í herbúðum Norrköping síðan í mars 2019.

Hann hefur þó ekki enn leikið leik fyrir aðallið félagsins en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×