Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 15:53 Katrín Jakobsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir í Fagradalsfjalli í gær. Facebook/Aldís Hafsteinsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36