Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 15:53 Katrín Jakobsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir í Fagradalsfjalli í gær. Facebook/Aldís Hafsteinsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36