Innlent

Willum Þór efstur í próf­kjöri Fram­sóknar í Kraganum

Atli Ísleifsson skrifar
Willum Þór Þórsson þingmaður.
Willum Þór Þórsson þingmaður. Vísir/Vilhelm

Willum Þór Þórsson alþingismaður hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í september næstkomandi.

Prófkjör fór fram um fimm efstu sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Kjördagur var 8. maí og kosið var utankjörfundar 5. – 7. maí.

Niðurstaðan er þessi:

1. sæti, Willum Þór Þórsson, alþingismaður. Hann fékk 308 atkvæði í 1. sæti.

2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, form. bæjarráðs. Hann fékk 262 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá Heilbrigðisráðuneytinu. Hún fékk 226 atkvæði í 1.–3. sæti.

4. sæti, Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi. Hún fékk 198 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi. Hann fékk 247 atkvæði í 1.-5. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru:

Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, og Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×