Erlent

Hluta Times Square lokað eftir skot­á­rás

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla hefur lokað hluta torgsins og rannsakar nú málið.
Lögregla hefur lokað hluta torgsins og rannsakar nú málið. David Dee Delgado/Getty

Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar.

Frá þessu er greint á vef ABC. Þar kemur fram að fjórir menn hafi átt í handalögmálum á torginu, þegar einn þeirra dró upp byssu og skaut á hina, rétt fyrir klukkan fimm síðdegis að staðartíma.

Hann missti hins vegar marks og skaut þrjá vegfarendur, þar af fjögurra ára stelpu sem var hæfð í lærið.

Hinar slösuðu voru flutt á sjúkrahús og ekki taldar í lífshættu, en mannanna fjögurra er allra leitað og hefur lögreglan hafið rannsókn á málinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.