Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum hér á landi, en hátt í tvö hundruð manns hafa þurft að fara í skimun í Skagafirði í dag eftir að fjórir greindust með smit þar.

Þá segjum við frá því að Reykjavíkurborg stefni að því að bæta við þrjú hundruð leikskólaplássum með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum.

Bæta á aðgengi að gosstöðvum á þann veg að fólk með skerta hreyfigetu eigi einnig að geta sótt gosstöðvarnar heim. Ferðamálaráðherra segir mikla uppbyggingu framundan.

Þá segjum við frá konu á Selfossi sem bakar og skreytir kökur af mikilli list.

Þetta og fleira til í fréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×