Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:21 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði. Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði.
Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira