Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:01 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með málið fyrir hönd héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019. Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019.
Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira