Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 11:37 Framboð á störfum í byggingariðnað, verslun og ferðaþjónustu hefur aukist eftir að stjórnvöld hleyptu átakinu Hefjum störf af stokkunum. Vísir/Vilhelm Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31