Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 11:37 Framboð á störfum í byggingariðnað, verslun og ferðaþjónustu hefur aukist eftir að stjórnvöld hleyptu átakinu Hefjum störf af stokkunum. Vísir/Vilhelm Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31