Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa.

Fylgt verður eftir tveimur þáttum Kompáss sem birtir voru á Vísi mánudag og þriðjudag og fjallað áfram um skipulagða glæpahópa á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum skoðum við ummerkin eftir gróðureldana í Heiðmörkinni. Ekkert útlit er fyrir úrkomu næstu daga og enn mikil hætta á gróðureldum víða um land.

Kristján Már heldur áfram að fjalla um gosstöðvarnar við Fagradalsfjall, esem gætu orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og talsverð innviðauppbygging þar framundan.

Við ræðum einni við Íslendinga sem staddir eru í Nepal í grunnbúðum Everest en þar er kórónuveirufaraldurinn í hæstu hæðum. sem þeir hyggjast klífa.

Lifandi, fjölbreyttur og áhugaverður fréttatími framundan í kvöldfréttum á samtengum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×