Innlent

Bein útsending: Ræktum Ísland

Eiður Þór Árnason skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Stjórnarráðið

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til blaðamannafundar um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. 

Fundurinn hefst klukkan 09:30 í atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytinu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi í spilaranum hér fyrir neðan.

Á fundinum verða einnig Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, en þau skipa verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland og hafa nú skilað tillögum sínum til ráðherra sem kynntar verða á fundinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×