Innlent

Lögregla hvetur bóluefnaþega til að leggja löglega

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
181730819_4116573968406120_7461270121344401079_n

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt færslu á Facebook þar sem athygli er vakin á því að við Laugardalshöll sé að finna 1.700 bílastæði. Tilefnið eru stórir bólusetningardagar í vikunni. 

„Að gefnu tilefni viljum við biðja þá sem koma á bílum að nýta þau bílastæði sem eru fyrir í dalnum í stað þess að leggja ólöglega út um allar trissur,“ segir í færslu lögreglunnar. 

Það séu um 1700 bílastæði í boði svo það eigi allir að geta fundið stæði. 

„Höldum í gleðina og leggjum löglega. Stutt rölt frá bílastæði að höllinni í þessari blíðu sem spáð er út vikuna er bara hressandi fyrir sprautuna langþráðu,“ segir í færslunni.

Í dag og út vikuna verða stórir bólusetningardagar í Laugardalshöllinni. Þar stendur til að bólusetja fleiri þúsund...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, May 4, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×