Innlent

Dvalargestur sóttkvíarhótels í annarlegu ástandi hafði í hótunum við annan gest

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði afskipti af nokkuð mörgum ökumönnum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla hafði afskipti af nokkuð mörgum ökumönnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð á vettvang snemma í gærkvöldi vegna dvalargests á sóttkvíarhóteli í póstnúmerinu 105. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var til vandræða; hafði meðal annars haft í hótunum við annan gest. Þá er hann grunaður um eignaspjöll.

Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110, þar sem tjónvaldur ók greitt af vettvangi og yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Viðkomandi var handtekinn við heimili sitt og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Hann hefur ítrekað verið staðinn að akstri án ökuréttinda og var vistaður vegna rannsóknar.

Lögregla hafði reyndar afskipti af fjölda ökumanna í gær sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var einn sautján ára ökumaður stöðvaður eftir að hafa mælst á 124 km/klst á Suðurlandsvegi, þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×