Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:05 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira